Helstu upplýsingar
Dylan fluttum við inn frá Ria Vela ræktuninni á Spáni í mars 2018 þá að verða fimm ára.
Fæðingardagur
20.4.2013
Ræktandi
Ria Vela - Spánn
Dylan, “Heartbreaker De Ria Vela” er fæddur árið 2013 og kemur frá góðri og þekktri ræktun frá Spáni (Ria Vela). Dylan á mörg afkvæmi m.a. á Íslandi,Spáni, Ítalíu og Rússlandi. Dylan er með einstaklega skemmtilegt geðslag og mikla vinnueiginleika. Ria Vela leggur mikla áherslu á skemmtilegt og gott geðslag og þau velja ekki aðra hunda til ræktunar en þá sem standast háar kröfur í skapgerðarmati. Dylan er sýningarmeistari í þremur löndum. Á Spáni, Portúgal og Íslandi. Hann er jafnframt alþjóðlegur sýningameistari og íslenskur öldungameistari. Dylan er forfaðir margra ræktunarhunda Ria Vela í dag sem hafa náð frábærum sýningarárangri um alla Evrópu. Dylan varð tvisvar sinnum stigahæsti Golden hundur á Íslandi (árs árangur) og hann varð nokkrum sinnum deildarmeistari Retriever deildar og vann einnig grúppu 8 á deildarsýningu en þar eru veiðihundar eins og Labrador og Flat Coated Rertievers. Dylan er orðinn öldungur og hættur að sýna og nýtur lífsins með okkur og við svo sannarlega með honum. Ef þið sláið nafnið hans inn í leitarvél t.d. Google (Heartbreaker de Ria Vela) þá getið þið séð ýmislegt um hann og myndir frá því hann var ungur á Spáni.
No items found.
Hafðu samband
Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar um ræktunina, hvolpana okkar eða bara til að ræða allt sem viðkemur Golden Retriever. Við erum hér til að hjálpa þér að finna fullkominn fjölskyldumeðlim. Sendu okkur línu á skotisgolden@gmail.com eða hafðu samband á facebook síðunni okkar.
Senda Tölvupóst