Skotís ræktun

Skotís ræktun er í eigu Guðna B. Guðnasonar og ástu björnsdóttur
Um okkur

Hvernig byrjuðum við?

Allt frá við eignuðumst okkar fyrsta Golden hvolp hana Korpu, árið 2001, höfum við haft mikla ástríðu fyrir þessari tegund. Korpa kom frá Súsönnu Poulsen sem er í raun guðmóðir okkar af annarri kynslóð ræktenda Goldena á Íslandi.  Á árunum 2001-2010 voru fáir ræktendur á Íslandi að rækta Golden Retriver hunda. Nokkur heilsufarsvandamál voru komin í stofninn og sökum þess hversu fáir ræktendur voru að rækta tegundina á Íslandi,  var komin alvarleg hætta á of miklum skyldleika sem getur kallað fram heilsufarsvandamál. Við lögðum því áherslu á að finna góða ræktendur í Evrópu sem áttu langa og góða ræktunarsögu sérstaklega, m.t.t. heilbrigðis og geðslags. Við höfum því flutt inn ræktunarhunda (tíkur og rakka) frá virtum ræktendum í Skotlandi, Austurríki, Spáni og Ítalíu. Þaðan kemur ræktunargrunnurinn okkar sem hefur reynst okkur vel.

Skoða nánar
Golden Retriever Hundur
Okkar áherslur

Ræktunarmarkmið

Okkar ræktunarmarkmið er að rækta heilbrigða Golden Retriever hunda með gott geðslag. Góða heimilishunda  með farsæla heilsufarssögu og góðan sýningarárangur sem bónus en viljum að sjálfsögðu rækta Golden hunda sem eru útlitslega fallegir og góðir fulltrúar samkvæmt FCI staðli tegundarinnar. Okkar hundar hafa margir náð framúrskarandi árangri á sýningum og eru margfaldir sýningameistarar sem við erum mjög stolt af.

Skoða nánar
Golden Retriever Hvolpar

Fréttir frá Skotís

Næsta pörun hjá okkur er áætluð haustið 2024

Stefnum á að para Romu okkar á móti Skotís Erosi sem kemur úr okkar ræktun og fæddist 2021

Brandson nýjasti hundurinn okkar frá Spáni

Brandson kom til Íslands í jan. 2024. Hann kemur frá Ria Vela á Spáni og Dylan okkar er langalang afi hans

Hafðu samband
Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar um ræktunina, hvolpana okkar eða bara til að ræða allt sem viðkemur Golden Retriever. Við erum hér til að hjálpa þér að finna fullkominn fjölskyldumeðlim. Sendu okkur línu á skotisgolden@gmail.com eða hafðu samband á facebook síðunni okkar.
Senda Tölvupóst