Okkar Ræktunarmarkmið

Góður sýningarárangur er bónus

Við stefnum að því að rækta Golden Retriever hunda sem eru heilbrigðir, með framúrskarandi Golden geðslag. Góður sýningarárangur er bónus. Heimilishundar sem geta verið stoltir fulltrúar FCI staðalsins.

Golden Retriever er hundakyn í tegundahópi 8 (veiðihundar) skv. skilgreiningu Alþjóðasamtaka hundaræktarfélaga F.C.I. og ræktað er eftir staðli FCI. Ræktunarmarkmið Retrieverdeildar eru þríþætt m.t.t.)
Heilsufars
Útlits
Eiginleika

Á Íslandi er lítill stofn Golden Retriever hunda. Sú staðreynd gerir auknar kröfur til ræktenda um ábyrgð og vandvirkni í ræktunarstarfi. Útlitseinkenni hafa verið samkvæmt staðli, en tíðni mjaðmaloss var lengi vel of há. Vinnueiginleikar virðast á undanhaldi.. 

Langtímamarkmið
 Golden Retriever á að vera jafnlyndur og sýna einkennandi hegðun fyrir tegundina sem er vinsemd, skynsemi og vinnusemi. Í stofninum eiga að vera heimilishundar, veiðihundar og hundar með önnur hlutverk sem falla vel að tegundareinkennum. Golden Retrieverhundar eiga ekki að sýna hræðslu eða árásargirni. Tegundin á að vera langlíf og án heilbrigðisvandamála. Erfðabreytileiki á að vera mikill og lág tíðni arfgengra sjúkdóma. GoldenRetriever á að hafa eiginleika sem sækjandi veiðihundur, vera vinnusamur ásamt því að vera hlýðinn og skynsamur. Fyrir eigendur sem hafa áhuga á veiði og veiðiprófum þurfa að vera til hundar sem standa sig vel á veiðiprófum. Golden Retriever hundar eiga að líkjast sem mest staðli tegundarinnar um eiginleika og útlit. Markmiðið er að bregða sem minnst frá skilgreindu útliti tegundarinnar. Fyrir þá sem áhuga hafa á sýningum þurfa að vera í stofninum einstaklingar sem ná því að fá “Excellent”, “Very Good” eða “Good” á sýningum.

Markmið
Leitast verður við að rækta út frá einstaklingum með A, B eða C mjaðmir og fría olnboga. Einnig þarf augnskoðun að vera í lagi til ræktunar og ræktunarhundar þurfa að vera prófaðir með DNA prófi fyrir arfgengri, vaxandi sjónrýrnunar PRA1 og PRA2.

Hafðu samband
Ekki hika við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar um ræktunina, hvolpana okkar eða bara til að ræða allt sem viðkemur Golden Retriever. Við erum hér til að hjálpa þér að finna fullkominn fjölskyldumeðlim. Sendu okkur línu á skotisgolden@gmail.com eða hafðu samband á facebook síðunni okkar.
Senda Tölvupóst